Hornahóll
Notalegt 25 m2 smáhýsi með útsýni yfir dalinn. Húsið rúmar þrjá, 160 cm rúm og 90 cm efri koja. Rúmin er vönduð og sængurnar mjúkar. Húsið hefur baðherbergi með salerni, vask og sturtu. Eldhúskrókurinn er búinn vaski, ísskápi, helluborði, hraðsuðukatli og brauðrist. Setuhornið er með tveggjasæta sófa og skemil. Öllu er haganlega komið fyrir svo þú hefur allar helstu nauðsynjar þó plássið sé ekki stórt. Frítt kaffi og te er í húsinu.

Morgunverður er framreiddur í aðalbyggingunni en hægt er að panta morgunverðarkörfu út í hús fyrir smá aukagjald.


Litlabrekka
Notalegt 25 m2 smáhýsi sem kúrir undir runnunum. Húsið rúmar þrjá, 160 cm rúm og 90 cm efri koja. Rúmin er vönduð og sængurnar mjúkar. Húsið hefur baðherbergi með salerni, handlaug og sturtu. Eldhúskrókurinn er búinn vaski, ísskápi, helluborði, hraðsuðukatli og brauðrist. Setuhornið er með tveggjasæta sófa og skemil. Öllu er haganlega komið fyrir svo þú hefur allar helstu nauðsynjar þó plássið sé ekki stórt. Frítt kaffi og te er í húsinu.

Morgunverður er framreiddur í aðalbyggingunni en hægt er að panta morgunverðarkörfu út í hús fyrir smá aukagjald.


Fjósið
Herbergið er bjart og rúmgott 21m2 og staðsett í fyrrum fjósi. Tvö 90 cm rúm og setukrókur með hægindastól og góðum lampa. Rúmin eru vönduð og sængurnar mjúkar. Herbergið er með stóru baðherbergi með baðkari og sturtu í því, handlaug og salerni.

Herbergið er staðsett á grunnhæð, einni hæð neðar en móttakan og morgunverðarsalurinn. Frír aðgangur er að kaffi/te í móttökunni og þar er bar með auglýstan opnunartíma.


Hlaða
Herbergið notalegt 16 m2 og staðsett í fyrrum hlöðu. Það er með sérbaðherbergi með sturtu, handlaug og salerni. Í herberginu er lítið skrifborð og 2 stólar.

Herbergið er staðsett á grunnhæð, einni hæð neðar en móttakan og morgunverðarsalurinn. Frír aðgangur er að kaffi/te í móttökunni og þar er bar með auglýstan opnunartíma.


Loftið
Herbergið er 20 m2 og staðsett á hlöðuloftinu. Nokkuð brattur stigi er út móttökunni uppí herbergið. Herbergið er rúmgott en undir súð. Í herberginu er eitt 180 cm rúm af góðum gæðum með mjúkum sængum og gólfplássið býður uppá að bæta við dýnu fyrir aukagest. Í herberginu er salerni og handlaug, en sturtuaðstaða fyrir gesti þessa herbergis er á móttökuhæðinni. Á herberginu eru tveir hægindastólar og kaffiborð.

Herbergið er staðsett á efri-hæð, einni hæð ofar en móttakan og morgunverðarsalurinn. Frír aðgangur er að kaffi/te í móttökunni og þar er bar með auglýstan opnunartíma.